SAF

Tryggingar

Dollar bílaleiga býður upp á ýmsa tryggingamöguleika. Innifalin í leiguverði er grunnkaskótrygging með ákveðinni sjálfsábyrgð en leigutaka býðst að bæta við auka tryggingamöguleikum til þess að auka tryggingavernd sína og lækka sjálfsábyrgðina.

Grunnkaskótrygging (CDW) er valkvæð kaskótrygging með fyrirframákveðinni eigináhættu fyrir hvert tjón og hún er tiltæk án aukagjalds.

Verð og upphæð sjálfsábyrgðar eru tiltæk í bókunarvél. Frekari upplýsingar um hvað tryggingin nær yfir má sjá í skilmálum.

Framrúðutrygging er valkvæð aukatrygging sem nær yfir tjón á framrúðu. 

Verð og upphæð sjálfsábyrgðar eru tiltæk í bókunarvél. Frekari upplýsingar um hvað tryggingin nær yfir má sjá í skilmálum.

Super kaskótrygging (SCDW) lækkar sjálfsábyrgð leigutaka en hefur sömu tryggingavernd og grunnkaskótryggingin (CDW). 

Verð og upphæð sjálfsábyrgðar eru tiltæk í bókunarvél. Frekari upplýsingar um hvað tryggingin nær yfir má sjá í skilmálum.

Grand kaskótrygging (GCDW) inniheldur Super kaskótryggingu og aukalega bætir við grjótkaststryggingu. Tryggingin nær til skemmda á framrúðu, framljósum og lakki á bílnum sem verður til vegna grjótkasts. Grand kaskótryggingin nær einnig yfir tjón á undirvagni bílsins t.d. pústkerfi, gírkassa og vél ef leigutækið skrapast við yfirborð almenns vegar eða F-merktra vega fyrir þau leigutæki sem eru hæf til að keyra á þeim vegum.

Verð og upphæð sjálfsábyrgðar eru tiltæk í bókunarvél. Frekari upplýsingar um hvað tryggingin nær yfir má sjá í skilmálum.

Sand- og öskutrygging (SAAP) nær yfir tjón af völdum sand-og/eða öskustorma. 

Verð og upphæð sjálfsábyrgðar eru tiltæk í bókunarvél. Frekari upplýsingar um hvað tryggingin nær yfir má sjá í skilmálum.

Premium kaskótrygging (PCDW) inniheldur bæði Grand kaskótryggingu og Sand og öskutryggingu og hefur 0 kr sjálfsábyrgð. 

Verð og upphæð sjálfsábyrgðar eru tiltæk í bókunarvél. Frekari upplýsingar um hvað tryggingin nær yfir má sjá í skilmálum.