SAF

Algengar spurningar

Fyrir bókun:

Þarf ég að eiga kreditkort til þess að leigja bíl hjá Dollar bílaleigu?

Já, leigutakar þurfa að greiða leigugjaldið með kreditkorti og sýna það við afhendingu. Óheimilt er að nota kreditkort á öðru nafni eða fyrirframgreidd kreditkort. Kreditkortið verður að gilda í 6 mánuði frá skiladagsetningu.

Verður leigutakinn að vera sá sami og korthafinn?

Já, leigutaki verður jafnframt að vera korthafi. Ekki er leyfilegt að nota kreditkort frá öðrum aðila.  

Hvað þarf ég að vera gamall/gömul til þess að leigja bílaleigubíl?

Leigutakar þurfa að vera 21 árs til þess að leigja bíl hjá Dollar bílaleigu. Leigutökum á aldrinum 19-21 árs býðst að leigja 2x4 bíla gegn vægu daggjaldi vegna aldurs.

Hvað þarf ég að hafa haft ökuskírteini lengi til þess að leigja bíl hjá Dollar bílaleigu?

Leigutakar þurfa að hafa verið með ökuskírteini í 1 ár fyrir afhendingardagsetningu.

Við afhendingu:

Þarf ég að koma með ökuskírteini þegar ég sæki bílinn?

Já, leigutaki þarf að sýna fram á ökuskírteini þegar hann sækir bílinn. Leigutaka er heimilt að tilgreina annan ökumann í hans stað en sá aðili þarf að mæta með leigutaka þegar bíllinn er sóttur og sýna ökuskírteini sitt.

Skil: 

Hvað gerist ef ég skila bílnum seinna en ég ætlaði að skila?

Ef bílnum er skilað klukkutíma seinna en áætluð skiladagsetning er greiddur auka dagur. 

Þarf að skila bílnum með fullan tank?

Já, þú færð bílinn afhentan með fullum tanki af eldsneyti og skilar honum fullum.

Þarf ég að þrífa bílinn áður en ég skila honum?

Nei, ekki þarf að þrífa bílinn fyrir skil. Athugið þó að ef bílnum er skilað einstaklega skítugum að innan er greitt þrifagjald við skil.

Er spurningin þín ekki hér að ofan?