SAF

Afbókunar- og endurgreiðslureglur

Breytingar á bókunum:

Þú getur á auðveldan máta breytt bókuninni þinni með því að hafa samband við okkur í tölvupósti í gegnum booking@dti.is. Mundu að láta fylgja með leigupöntunarnúmerið þitt (Byrjar á LP).

Framlengingar:

Framlengingar fara eftir tiltækum bílum hverju sinni. Heyrðu í okkur og við skoðum hvort framlenging er möguleg. Ef hún er möguleg gilda verð samkvæmt verðlista hverju sinni. Ekkert aukagjald er greitt fyrir breytinguna.

Snemmbúin skil:

Eftirfarandi reglur gilda um snemmbúin skil og endurgreiðslur vegna þeirra.

Fyrir breytingar gerðar 7 dögum fyrr er 100% viðeigandi leigugjalds endurgreitt.

Fyrir breytingar gerðar 48 tímum fyrr er 80% viðeigandi leigugjalds endurgreitt.

Fyrir breytingar gerðar innan 48 tíma er 0% viðeigandi leigugjalds endurgreitt.

Afbókanir: 

Þú getur auðveldlega hætt við bókunina þína með því að senda okkur tölvupóst á booking@dti.is. Ekki gleyma að láta leigupöntunarnúmerið (byrjar á LP) fylgja með í tölvupóstinum.

Fyrir afbókanir gerðar 7 dögum fyrr er 100% viðeigandi leigugjalds endurgreitt.

Fyrir afbókanir gerðar 48 tímum fyrr er 80% viðeigandi leigugjalds endurgreitt.

Fyrir afbókanir gerðar innan 48 tíma er 0% viðeigandi leigugjalds endurgreitt.

 

Vinsamlegast athugið að það getur tekið 3-5 virka daga fyrir endurgreiðslu að birtast á kreditkortayfirliti. Þessi tími er mismunandi eftir kortafyrirtækjum.